Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   þri 08. apríl 2025 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Elísa Björnsdóttir (Tindastóll)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Örugglega nice utan vallar.
Örugglega nice utan vallar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fá Söndru Maríu á Krókinn.
Fá Söndru Maríu á Krókinn.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
María Dögg myndi gera gagn.
María Dögg myndi gera gagn.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Nei Donni, ekkert illt í lærinu.
Nei Donni, ekkert illt í lærinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heldur uppi stemningunni og gleðinni.
Heldur uppi stemningunni og gleðinni.
Mynd: Sigurður Ingi Pálsson
Bryndís Rut, fyrirliði.
Bryndís Rut, fyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa var í fyrra á bekknum í liði ársins í Bestu deildinni og valin efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hún var í algjöru lykilkona í liði Tindastóls. Hún skoraði sex mörk í fyrra og hjálpaði Tindastól að halda sér nokkuð þægilega uppi í Bestu.

Elísa er unglinglandsliðskona sem á að baki 18 leiki fyrir yngri landsliðin. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Elísa Bríet Björnsdóttir

Gælunafn: Er oft kölluð Elli, stundum Elli DJ

Aldur: 17 ára

Hjúskaparstaða: föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn minn á móti Þór/KA í Kjarnafæðimótinu í febrúar 2022. Skoraði mitt fyrsta meistaraflokks mark í þeim leik.

Uppáhalds drykkur: ætli það sé ekki bara ískalt Vatn

Uppáhalds matsölustaður: PreppBarinn er í uppáhaldi eins og er.

Uppáhalds tölvuleikur: FIFA

Áttu hlutabréf eða rafmynt: neibbs

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Rookie

Uppáhalds tónlistarmaður: ætli það sé ekki bara Herra Hnetusmjör

Uppáhalds hlaðvarp: hlusta lítið á hlaðvörp en finnst gaman að hlusta á Bestu deildar hlaðvörpin frá fotbolti.net

Uppáhalds samfélagsmiðill: Tiktok allan daginn.

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Inna

Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi krull

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Emelía sendi mér "á ég að sækja þig á eftir” (ég semsagt gleymdi að redda mér fari heim)

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Þrótti

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: það er ekkert eðlilega erfitt að vera að dekka Katie Cousins á miðjunni

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Donni og Konni eru bestir

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Sóley María í Þrótti, hún er örugglega nice utan vallar samt

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Lionel Messi

Sætasti sigurinn: 3-0 sigurinn á móti Fylki í fyrra þegar við tryggðum okkur áfram sæti í Bestu deildinni.

Mestu vonbrigðin: að tapa í vítaspyrnukeppni í undanúrslitaleik á móti Stjörnunni í 4. flokki, frekar leiðinlegt, sérstaklega því að ég klúðraði víti sjálf.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool síðan ég man eftir mér

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: væri til í að fá Söndru Maríu á Krókinn

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Thelma Karen í FH er ekkert eðlilega góð

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Orri Steinn

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Karólína Lea

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Messi allan daginn

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: að maður fái gult fyrir að fara fyrir boltann, ég er alltof vön því

Uppáhalds staður á Íslandi: Skagaströnd á góðum sumardegi

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: fyndnasta moment lífs míns var þegar við vorum í sturtu inni í klefa eftir tap á móti Breiðablik og Bryndís labbar nakin inn í sturtuna og flýgur á hausinn fyrir framan okkur allar. Hún reyndi reyndar að bjarga sér með því að grípa í sjúkrabekkinn en það misheppnaðist og hún endaði á gólfinu með sjúkrabekkinn með sér

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: fer alltaf í hægri skóinn fyrst

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: horfi á píluna með bræðrum mínum og svo landsliðið í handbolta á stórmótum.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Bleikum nike phantoms

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: úff eðlisfræði er ekki mín sterkasta grein, sérstaklega ekki þegar ég og Emelía sitjum hlið við hlið

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég var að taka hornspyrnu í Boganum á móti Þór/KA og festist í netinu og datt. Kom meira að segja við boltann en tók samt bara hornspyrnuna aftur, vel vandræðalegt.

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Myndi bjóða Bryndísi til að halda uppi samræðunum, Söru Björk, og Söndru Maríu.

Bestur/best í klefanum og af hverju: Sigríður Hrafnhildur (Lilla), hún er alltaf til í að dansa með mér

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ætla að fá að velja þrjár til að taka þátt í Survivor. Myndi vilja sjá Lillu, Aldísi og Maríu í því. Lilla myndi tala allan tímann og passa að það verði aldrei leiðinleg þögn. Aldís myndi halda uppi gleðinni og stemningunni. Og svo myndi María actually gera eitthvað gagn.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Borða ekki egg en hef reynt það ekkert eðlilega lengi það bara breytist ekkert.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: María, ég var skíthrædd við hana og þorði varla að koma nálægt henni en núna erum við besties

Hverju laugstu síðast: Sagði við Donna að mér væri ekkert illt í lærinu.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun er það leiðinlegasta sem ég veit um.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Trent Alexander-Arnold hvort hann sé að fara í Real Madrid eða ekki, fá það bara á hreint.

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Mætið á völlinn í sumar og áfram Tindastóll!
Athugasemdir
banner
banner