Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 08. maí 2021 12:46
Aksentije Milisic
Neymar búinn að framlengja við PSG (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Neymar er búinn að skrifa undir nýjan samning við PSG.

Það hafa verið háværir orðrómar undanfarnar vikur að Neymar sé við það að semja við PSG um nýjan samning og nú er félagið búið að staðfesta það.

Neymar skrifaði undir nýjan samning sem gildir til ársins 2025 en hann átti ár eftir að gamla samningi sínum.

Neymar gekk í raðir PSG árið 2017 frá Barcelona. Hann hefur spilað 67 deildarleiki fyrir PSG, skorað 54 mörk og lagt upp önnur 30.

Hann mun fá 30 milljónir evra á tímabili eftir skatt, auk bónusgreiðsla. Þá fær hann risa greiðslu ef PSG tekst að vinna Meistaradeild Evrópu á þessum tíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner