Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 08. maí 2021 12:20
Aksentije Milisic
Varar Leicester við - „Geta tapað öllum þremur leikjunum"
Mynd: Getty Images
Graeme Souness, sérfræðingur hjá Sky Sports, hefur varað Leicester City við og segir að það verði að bæta sig í næstu leikjum, ætli það sér að ná sæti í Meistaradeild Evrópu.

Á síðustu leiktíð klúðraði Leicester sæti í Meistaradeild Evrópu í lokaumferðinni með tapi gegn Manchester United. Félagið hefur verið í topp fjórum í allan vetur en slæmt tap á heimavelli gegn Newcastle í gær gæti orðið dýrkeypt.

Næstu tveir leikir Leicester eru útileikir gegn Manchester United og Chelsea. Liðið mætir svo Tottenham á heimavelli í lokaumferðinni og því um mjög erfitt leikjaprógram að ræða.

„Ef Leicester spilar svona í síðustu þremur leikjum, þá vinna þeir þá ekki. Þeir verða að fara spila aftur með mikla ákefð," sagði Souness eftir tapleikinn gegn Newcastle í gær.

„Þeir byrjuðu illa. Það er allt undir hjá þessu liði, það er að berjast um topp fjóra og er komið í úrslitaleik enska bikarsins. Þetta tap var slæmt og óvænt."

Newcastle komst í 4-0 forystu á King Power vellinum í gær en heimamenn náðu að klóra í bakkann með tveimur mörkum undir lok leiks.
Athugasemdir
banner