Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 08. júní 2020 16:51
Fótbolti.net
„Óumflýjanlegt að KSÍ mun taka á þessu"
Ívar Orri meiddist í bikarleik Hauka og Elliða.
Ívar Orri meiddist í bikarleik Hauka og Elliða.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
KSÍ er með í skoðun Twitter færslur sem 3. deildarliðið Elliði birti um helgina þar sem Ívar Orri Kristjánsson, dómari í bikarleik gegn Haukum, fær að heyra það.

Þetta kom fram í Niðurtalningunni hér á Fótbolta.net.

Á Twitter síðunni var því fagnað þegar Ívar Orri meiddist í umræddum leik og hann kallaður þöngulhaus.

„Ívar Orri er farinn útaf og leitað er að dómara. Frábærar fréttir, Ívar hefur verið skelfilegur" stóð í einni færslunni en Ívar, sem er FIFA dómari og var valinn dómari ársins á síðasta ári, fór meiddur af velli.

„Menn verð að vera agaðri þarna. Elliði er í 3. deild og fær einn besta dómara landsins. Svona á ekki að hegða sér á opinberri síðu. Enginn dómari, enginn leikur," segir Magnús Már Einarsson í Niðurtalningunni.

„Ég hef heimildir fyrir því að verið sé að skoða þetta innan veggja Knattspyrnusambands Íslands. Menn hafi lítinn húmor fyrir þessu," segir Elvar Geir Magnússon.

„Þetta er mjög ósmekklegt. Þetta heitir að tækla manninn en ekki boltann. Það er óumflýjanlegt að KSÍ mun taka á þessu," segir Ingólfur Sigurðsson en Elliði baðst síðar afsökunar á færslunum á Twitter aðgangi sínum.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan en þess má geta að Haukar unnu leikinn 3-1.
Niðurtalningin - Helgarsportið og bestu leikmenn í Pepsi Max
Athugasemdir
banner
banner