Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. júní 2023 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool kaupir Melwood aftur fyrir kvennaliðið
Liverpool endaði í sjöunda sæti af tólf liðum í efstu deild enska boltans.
Liverpool endaði í sjöunda sæti af tólf liðum í efstu deild enska boltans.
Mynd: Getty Images

Liverpool FC er búið að ganga frá kaupum á gamla æfingasvæði sínu, Melwood, sem var notað undir karlaliðið í 70 ár áður en það var selt.


Það var í nóvember 2020 sem karlalið Liverpool yfirgaf Melwood til að færa sig yfir á nýtt 50 milljón punda æfingasvði í Kirkby, sem var skírt AXA Training Center.

Melwood mun vera notað undir kvennaliðið í sumar og á komandi árum, enda hefur kvennalið Liverpool verið í mikilli sókn að undanförnu. Liðið kom sér upp í efstu deild í fyrra og var ekki í vandræðum með að forðast fall í ár.

Liverpool er talið borga um 13 milljónir punda til að kaupa Melwood aftur og er Andy Hughes, háttsettur stjórnarmaður Liverpool, sérstaklega ánægður með kaupin.

„Þetta er sannarlega söguleg stund fyrir Liverpool FC og kvennadeild félagsins sem er að taka stöðugum framförum. Við erum gríðarlega ánægð með að vera komin aftur á Melwood og vonum að þetta verði góður kafli í sögu kvennaliðsins," sagði Hughes meðal annars, og þakkaði Robbie Fowler og Jamie Carragher fyrir aðstoðina þar sem þeir hjálpuðu við kaupin.

Kvennalið Liverpool hefur verið að æfa á æfingasvæði Tranmere Rovers síðustu ár og verið í stöðugri leit að svæði sem hentar betur, þar til nú.


Athugasemdir
banner
banner