Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   mán 08. júlí 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Vill að Southgate haldi sig við sama leikkerfi
John Cross hjá Daily Mirror.
John Cross hjá Daily Mirror.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England mætir Hollandi í undanúrslitum EM á miðvikudag.

John Cross, yfirmaður fótboltaskrifa hjá Daily Mirror, vill að landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate haldi sig við sama leikkerfi og gegn Sviss. Hann segir að bæting hafi verið á spilamennsku enska liðsins í breyttu kerfi.

„Þriggja miðvarða kerfið kom með meira jafnvægi og möguleika. Ég tel að Gareth Southgate eigi að halda sig við sigurformúluna. Marc Guehi er kominn úr banni og kemur væntanlega inn fyrir Ezri Konsa," segir Cross.

Mikið er rætt og ritað um Harry Kane en stjörnusóknarmaður Englands og fyrirliði hefur ekki verið að spila vel.

„Ég tel að Kane sé leiðtogi og stundum er mikilvægt að vera með rétta dínamík. Hann kemur með ýmislegt að borðinu, bæði sem leikmaður sem fyrirliði."

Svona vill Cross sjá byrjunarlið Englands:
Pickford; Walker, Stones, Guehi; Saka, Rice, Mainoo, Trippier; Bellingham, Foden; Kane.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner