Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 08. ágúst 2022 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Malang Sarr í læknisskoðun hjá Mónakó
Malang Sarr er mættur til Mónakó
Malang Sarr er mættur til Mónakó
Mynd: Getty Images
Franski varnarmaðurinn Malang Sarr er staddur í læknisskoðun hjá Mónakó í frönsku deildinni en hann kemur á láni frá Chelsea.

Sarr er 23 ára gamall miðvörður sem getur einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar.

Hann var fenginn til Chelsea frá Nice fyrir tveimur árum en þessi ágæti varnarmaður spilaði 21 leik í öllum keppnum fyrir enska félagið á síðustu leiktíð.

Sarr mun spila fyrir Mónakó á komandi leiktíð en hann er nú staddur í læknisskoðun hjá félaginu. Leikmaðurinn gerir eins árs lánssamning en félagið kaupir hann ef hann spilar ákveðið marga leiki á tímabilinu.

Chelsea er því nú með aðeins þrjá miðverði í leikmannahópnum en Ethan Ampadu mun einnig yfirgefa félagið á láni. Þeir sem eftir standa eru þeir Thiago Silva, Kalidou Koulibaly og Trevoh Chalobah. Cesar Azpilicueta getur leyst þessa stöðu en það er samt sem áður ljóst að Thomas Tuchel þarf að fá fleiri miðverði inn í hópinn.
Athugasemdir
banner
banner