Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
   fim 08. ágúst 2024 12:45
Elvar Geir Magnússon
Telja að Henry sé með augun á að verða aðalþjálfari franska landsliðsins
Henry við Ólympíueldinn.
Henry við Ólympíueldinn.
Mynd: EPA
Thierry Henry vonast til þess að gera Frakkland að Ólympíumeistara í fótbolta á morgun, þegar habs menn mætir Spáni í úrslitaleiknum.

Henry var ráðinn landsliðsþjálfari U21 liðs Frakklands og U23 liðsins í fyrra en á Ólympíuleikunum keppir U23 liðið þó þrír leikmenn mega vera eldri.

Hann er núna nálægt því að vinna gullverðlaun og einnig nálægt því að endurreisa þjálfaraferilinn.

Henry var magnaður leikmaður en þjálfaraferillinn verið brösóttari. Hann vann aðeins fjóra af tuttugu leikjum með Mónakó áður en hann var látinn fara.

Síðan hefur hann meðal annars verið aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins áður en hann var ráðinn sem U21 þjálfari Frakka, og þjálfari Ólympíuliðsins.

Hlutabréfin hafa hækkað í þjálfaranum Henry og sagt að stór félög séu farin að sýna honum áhuga. Athletic segir að stóri draumur Henry sé hinsvegar að taka við sem aðalþjálfari franska landsliðsins í framtíðinni.

Didier Deschamps hefur stýr franska landsliðinu síðan 2012 og er með samning út HM 2026.
Athugasemdir
banner
banner
banner