Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 08. september 2022 18:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Yfirlýsing frá Man Utd í kjölfar andláts drottningarinnar: Leikurinn fer fram
Mynd: Sky Sports
Breska konungsfjölkyldan sendi fyrir skemmstu frá sér tilkynningu þar sem tilkynnt var að Elísabet önnur, drottning Bretlands væri látin.

Einhver umræða hafði skapast um að leikjum ensku liðanna: Manchester United og West Ham United sem hefjast eiga klukkan 19:00 yrði frestað.

Manchester United hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið hefur ráðfært sig við enska knattspyrnusambandið og það evrópska. Leikur liðsins gegn Real Sociedad í Evrópudeildinni mun fara fram. Sömu sögu má segja um viðureign West Ham og FCSB á London Stadium.

Mínútuþögn verður fyrir leikina til að minnast drottningarinnar.

Úr yfirlýsingu Manchester United:
Manchester United deilir sorg allrar þjóðarinnar eftir tilkynninguna frá Buckingham höll um andlát hennar hátignar, drottningarinnar.

Samkvæmt leiðbeiningum frá FA og UEFA mun leikur Evrópudeildar UEFA gegn Real Sociedad í kvöld fara fram eins og áætlað var á Old Trafford.

Mínútu þögn verður fyrir upphafssflaut sem gerir liðum, dómurum og öllum viðstöddum kleift að votta hennar hátign, drottningu, virðingu sína. Bæði lið munu bera svört armbönd og fánarnir á Old Trafford munu flagga í hálfa stöng til marks um fyllstu virðingu okkar.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner