Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 08. september 2024 18:31
Ívan Guðjón Baldursson
Fenerbahce staðfestir komu Filip Kostic frá Juventus
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tyrkneska stórveldið Fenerbahce er að krækja í serbneska kantmanninn Filip Kostic á lánssamningi frá Juventus.

Kostic er ekki í áformum Thiago Motta, nýráðins þjálfara Juventus, og fær því að reyna fyrir sér í nýrri deild.

Kostic er 31 árs gamall og er samningsbundinn Juve til 2026 eftir að ítalska stórveldið keypti hann frá Eintracht Frankfurt fyrir tveimur sumrum.

Kostic á aðeins eftir að standast læknisskoðun áður en hann verður tilkynntur opinberlega sem nýr leikmaður Fenerbahce.

Tyrkirnir munu eiga möguleika á að kaupa Kostic fyrir um 6 milljónir evra á meðan á lánsdvölinni stendur.

Kostic kom við sögu í 87 leikjum á tveimur árum hjá Juve eftir að hafa unnið Evrópudeildina með Frankfurt.

José Mourinho er þjálfari Fenerbahce og hefur miklar mætur á Kostic sem er orðinn partur af afar sterkum leikmannahópi.

Hann mun æfa og spila með leikmönnum á borð við Sofyan Amrabat, Youssef En-Nesyri, Allan Saint-Maximin, Fred, Dusan Tadic og Edin Dzeko.


Athugasemdir
banner
banner