Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. október 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
33 ára gamall Caputo skoraði í sínum fyrsta landsleik
Francesco Caputo var í byrjunarliðinu og skoraði í stórsigrinum
Francesco Caputo var í byrjunarliðinu og skoraði í stórsigrinum
Mynd: Getty Images
Francesco Caputo, framherji Sassuolo á Ítalíu, bætti met í í 6-0 sigri Ítalíu gegn Moldóvu í gær er hann skoraði í sínum fyrsta landsleik.

Caputo, sem er 33 ára gamall, var í byrjunarliði Ítalíu í gær en hann hefur verið frábær með Sassuolo undanfarið ár og átti kallið svo sannarlega skilið.

Hann þakkaði traustið og skoraði í leiknum og er hann því elsti leikmaðurinn í sögu ítalska landsliðsins til að skora fyrsta landsleiknum. Leonardo Pavoletti átti metið en hann var 30 ára og 120 ára gamall er hann skoraði í 6-0 sigri Ítalíu á Liechtenstein á síðasta ári.

Caputo er þá næst elsti leikmaðurinn til að spila fyrsta landsleik en aðeins Emiliano Moretti var eldri en hann þegar hann spilaði sinn fyrsta leik en hann var 33 ára og 160 daga gamall er hann spilaði í 1-0 sigri Ítalíu á Albaníu árið 2014.
Athugasemdir
banner
banner