Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 08. nóvember 2020 15:16
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Jón Dagur skaut AGF á toppinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lyngby 1 - 2 Århus
1-0 V. Torp ('2)
1-1 K. Diks ('50)
1-2 Jón Dagur Þorsteinsson ('89)

Jón Dagur Þorsteinsson var hetja AGF er liðið heimsótti Lyngby í efstu deild danska boltans í dag.

Gestirnir frá Árósum voru betri allan leikinn en staðan var 1-1 þegar Jóni Degi var skipt inn á 75. mínútu.

Á 89. mínútu fékk Jón Dagur boltann fyrir utan vítateig Lyngby og átti gott skot sem markvörðurinn sá alltof seint. Hann gerði þar með mikilvægt sigurmark sem fleytir AGF á topp deildarinnar, með 15 stig eftir 8 umferðir.

Lyngby er á botninum með 2 stig. Frederik Schram er varamarkvörður liðsins og sat á bekknum í dag.
Athugasemdir