Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 08. nóvember 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Daði ekki verið í hópnum í meira en eitt og hálft ár
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson var lykilmaður í velgengni landsliðsins og hjálpaði hann liðinu að komast á bæði EM og HM.

Þessi 31 árs gamli sóknarmaður er í dag á mála hjá Bolton í C-deildinni á Englandi.

Hann er á þessu tímabili búinn að koma níu sinnum inn á sem varamaður í deildinni með félaginu og hefur hann byrjað tvo bikarleiki. Hann hefur ekki enn byrjað leik í deildinni en er samt sem áður að spila.

Það er langt síðan Jón Daði hefur verið í landsliðinu. Hann datt út úr myndinni hjá Arnari Þór Viðarssyni og hefur ekki komist í hópinn hjá Hareide. Síðasti leikur sem Jón Daði spilaði var í 5-0 tapi gegn Spáni í vináttulandsleik undir lok mars í fyrra.

„Ég hef verið að fylgjast með öllum í raun og veru. Ég hef verið að fylgjast með honum og bera hann saman við aðra leikmenn. Í augnablikinu eru aðrir leikmenn að spila á hærra stigi og eru ofar í huga mér," sagði Hareide á fréttamannafundi í dag.

„Það stoppar mig ekki í að skoða leikmenn. Hann spilar með félagsliði sínu þegar umspilið er í mars og það er mikilvægt. Þú þarft að taka ákvarðanir sem landsliðsþjálfari og það er mikilvægt að vera með leikmenn sem geta spilað saman, og þróast saman."
Athugasemdir
banner
banner
banner