Pep Guardiola stjóri Manchester City var stuttorður og hnitmiðaður á fréttamannafundi í dag. Hann sinnti skyldu sinni og mætti en hafði ekki mikinn áhuga á að ræða við fjölmiðlamenn.
Fréttamannafundurinn stóð aðeins yfir í þrjár mínútur og sex sekúndur en gengi City að undanförnu hefur ekki verið gott og liðið tapað þremur leikjum í röð.
Fréttamannafundurinn stóð aðeins yfir í þrjár mínútur og sex sekúndur en gengi City að undanförnu hefur ekki verið gott og liðið tapað þremur leikjum í röð.
Fyrsta spurningin á fréttamannafundinum var hvort hann myndi hitta eigendur félagsins í landsleikjaglugganum og ræða samningamál sín.
Svar Guardiola var einfalt: „Nei."
Mikið hefur verið fjallað um langan meiðslalista City. Guardiola segir að staðan á leikmannahópnum sé óbreytt og Jack Grealish því enn ekki klár. Var hann þá spurður að því af hverju Grealish hefði verið valinn í enska landsliðshópinn?
„Það er spurning fyrir landsliðsþjálfara Englands," svaraði Guardiola en City mætir Brighton á morgun klukkan 17:30.
Um gengi síns liðs sagði Guardiola: „20 mínútur gegn Fulham voru slæmar, við vorum slakir gegn Bournemouth en í öðrum leikjum vorum við góðir. Við erum góðir og leikmenn mínir hafa oft sýnt hvað í þeim býr. Sjáum hvað gerist."
Guardiola hrósaði þá Fabian Hurzeler, stjóra Brighton, og segist hafa hrifist af spilamennsku liðsins. Til dæmis gegn Liverpool um síðustu helgi.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 10 | 8 | 1 | 1 | 19 | 6 | +13 | 25 |
2 | Man City | 10 | 7 | 2 | 1 | 21 | 11 | +10 | 23 |
3 | Nott. Forest | 10 | 5 | 4 | 1 | 14 | 7 | +7 | 19 |
4 | Chelsea | 10 | 5 | 3 | 2 | 20 | 12 | +8 | 18 |
5 | Arsenal | 10 | 5 | 3 | 2 | 17 | 11 | +6 | 18 |
6 | Aston Villa | 10 | 5 | 3 | 2 | 17 | 15 | +2 | 18 |
7 | Tottenham | 10 | 5 | 1 | 4 | 22 | 11 | +11 | 16 |
8 | Brighton | 10 | 4 | 4 | 2 | 17 | 14 | +3 | 16 |
9 | Fulham | 10 | 4 | 3 | 3 | 14 | 13 | +1 | 15 |
10 | Bournemouth | 10 | 4 | 3 | 3 | 13 | 12 | +1 | 15 |
11 | Newcastle | 10 | 4 | 3 | 3 | 10 | 10 | 0 | 15 |
12 | Brentford | 10 | 4 | 1 | 5 | 19 | 20 | -1 | 13 |
13 | Man Utd | 10 | 3 | 3 | 4 | 9 | 12 | -3 | 12 |
14 | West Ham | 10 | 3 | 2 | 5 | 13 | 19 | -6 | 11 |
15 | Leicester | 10 | 2 | 4 | 4 | 14 | 18 | -4 | 10 |
16 | Everton | 10 | 2 | 3 | 5 | 10 | 17 | -7 | 9 |
17 | Crystal Palace | 10 | 1 | 4 | 5 | 8 | 13 | -5 | 7 |
18 | Ipswich Town | 10 | 0 | 5 | 5 | 10 | 21 | -11 | 5 |
19 | Southampton | 10 | 1 | 1 | 8 | 7 | 19 | -12 | 4 |
20 | Wolves | 10 | 0 | 3 | 7 | 14 | 27 | -13 | 3 |
Athugasemdir