Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 06. nóvember 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Guardiola eftir þrjá tapleiki í röð: Elska að takast á við þessa áskorun
Mynd: EPA
Manchester City fékk 4-1 skell gegn Sporting Lissabon í Meistaradeildinni í gær. Þetta var þriðji tapleikur City í röð en liðið tapaði fyrir Bournemouth 2-1 í ensku úrvalsdeildinni síðasta laugardag og 2-1 gegn Tottenham í deildabikarnum í síðustu viku.

Það hefur aðeins gerst einu sinni áður á stjóratíð Guardiola hjá City að liðið hefur tapað þremur leikjum í röð.

„Við vissum frá byrjun að þetta yrði erfitt tímabil. Ég tek þessu verkefni fagnandi, ég elska að takast á við þessa áskorun. Ég vil horfast í augu við hana og koma leikmönnum mínum í gang. Ég mun ekki gefast upp, það er allavega ljóst," sagði Guardiola eftir leikinn í gær.

Meiðslalisti Manchester City er langur og það vantaði marga varnarmenn í liðið í gær.

„Þetta er svekkjandi, við erum að ganga í gegnum dimman dal núna. Það virðist allt vera fara á hvolf," sagði Bernardo Silva, leikmaður Manchester City.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 11 9 1 1 21 6 +15 28
2 Man City 11 7 2 2 22 13 +9 23
3 Chelsea 11 5 4 2 21 13 +8 19
4 Arsenal 11 5 4 2 18 12 +6 19
5 Nott. Forest 11 5 4 2 15 10 +5 19
6 Brighton 11 5 4 2 19 15 +4 19
7 Fulham 11 5 3 3 16 13 +3 18
8 Newcastle 11 5 3 3 13 11 +2 18
9 Aston Villa 11 5 3 3 17 17 0 18
10 Tottenham 11 5 1 5 23 13 +10 16
11 Brentford 11 5 1 5 22 22 0 16
12 Bournemouth 11 4 3 4 15 15 0 15
13 Man Utd 11 4 3 4 12 12 0 15
14 West Ham 11 3 3 5 13 19 -6 12
15 Leicester 11 2 4 5 14 21 -7 10
16 Everton 11 2 4 5 10 17 -7 10
17 Ipswich Town 11 1 5 5 12 22 -10 8
18 Crystal Palace 11 1 4 6 8 15 -7 7
19 Wolves 11 1 3 7 16 27 -11 6
20 Southampton 11 1 1 9 7 21 -14 4
Athugasemdir
banner