Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   þri 05. nóvember 2024 22:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sex ár síðan Man City tapaði þremur leikjum í röð
Mynd: EPA
Bernardo Silva í baráttunni í kvöld
Bernardo Silva í baráttunni í kvöld
Mynd: EPA

Manchester City steinlá 4-1 gegn Sporting í Portúgal í Meistaradeildinni í kvöld en þetta var síðasti heimaleikur Rúben Amorim sem tekur við Man Utd þann 11. nóvember.


Man City hefur átt mjög erfitt uppdráttar að undanförnu en þetta var þriðja tap liðsins í röð. Þá lauk 26 leikja hrinu liðsins án taps í Meistaradeildinni. 

Það eru sex ár síðan City tapaði þremur leikjum í röð en það var tímabilið 2017-18 þegar liðið tapaði báðum leikjunum gegn Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og gegn Man Utd í úrvalsdeildinni.

„Þetta er svekkjandi, við erum að ganga í gegnum dimman dal núna. Það virðist allt vera fara á hvolf. Meira að segja þegar við erum að spila vel þá skorum við ekki og við fáum mark á okkur snemma," sagði Bernardo Silva eftir leikinn í kvöld.

„Við þurfum að líta inn á við og skoða hvað við erum ekki að gera vel. Við þurfum að bæta okkur fljótt annars verður mjög erfitt að koma til baka."

„Svona er fótboltinn, það er erefitt að finna ástæður fyrirr því sem er að gerast. Égman ekkieftir því í á sjö árum að liðið hafi tapað þremur leikjum í röð."


Athugasemdir
banner
banner
banner