Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fös 08. nóvember 2024 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meiðslalisti Crystal Palace lengist - „Mér að kenna"
Mynd: EPA

Oliver Glasner er í miklum vandræðum hjá Crystal Palace en meiðslalistinn er orðinn ansi langur.


Eberechi Eze var ekki með í síðustu umferð gegn Wolves og verður lengur frá. Þá eru menn á borð við Adam Wharton, Matheus Franca og Jefferson Lerma fjarverandi.

Þá er Eddie Nketiah kominn á listann en hann er meiddur aftan í læri.

„Hann hljóp mest gegn Villa í 83 mínútur. Þetta eru mín mistök, það er mér að kenna að ég tók hann ekki fyrr út af gegn Wolves því hann var á fullu þar líka," sagði Glasner en Crystal Palace nældi í sinn fyrsta sigur í deildinni gegn Aston Villa fyrir tveimur vikum og gerði jafntefli gegn Wolves í síðustu umferð.

Liðið fær Fulham í heimsókn um helgina en Will Hughes verður einnig fjarverandi þar sem hann tekur út leikbann.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner