Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 08. desember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikur í D-deild á Englandi stöðvaður vegna kynþáttafordóma
Jordan Clarke.
Jordan Clarke.
Mynd: Getty Images
Forest Green Rovers, félag í ensku D-deildinni, er að rannsaka meinta kynþáttafordóma sem var beint að leikmanni Scunthorpe í leik liðanna í gær.

Scunthorpe vann leikinn 2-0, en leikurinn var stöðvaður um tíma vegna kynþáttafordóma og ræddi dómarann við þjálfara beggja liða.

Vallarþulurinn las svo tilkynningu áður en leikurinn hófst aftur.

Forest Green segja að „einn stuðningsmaður" sé til rannsóknar vegna ummæla sem hann beindi í áttina að Jordan Clarke, leikmanni Scunthorpe.

Ef stuðningsmaðurinn er sekur þá fer hann í lífstíðarbann hjá Forest Green Rovers.

Kynþáttafordómar hafa verið mikið til umfjöllunar síðastliðin misseri og í gær voru einnig fréttir um kynþáttafordóma á Etihad-vellinum þar sem Man Utd vann 2-1 sigur á Man City.
Athugasemdir
banner
banner
banner