Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. desember 2019 19:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City sendir frá sér yfirlýsingu út af kynþáttafordómum
Fred.
Fred.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir tapið gegn Manchester United í kvöld.

Yfirlýsing er vegna stuðningsmanna sem sýndu ekki sína bestu hegðun á leiknum.

Á 68. mínútu ætlaði Fred, miðjumaður Man Utd, að taka hornspyrnu en hlutum var þá hent í hann úr stúkunni. Einnig sést einn stuðningsmaður á myndbandi virðast gera apahljóð, sem er merki um kynþáttafordóma.

„Manchester City veit af myndbandi sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum sem virðist sýna stuðningsmann vera með kynþáttafordóma í seinni hálfleiknum í leiknum gegn Manchester United í kvöld," segir í yfirlýsingu Man City.

Í yfirlýsingunni segir einnig að Man City sé að vinna með lögreglunni í málinu.

Félagið sé einnig að vinna með lögreglunni vegna þess að hlutum var kastað inn á völlinn.

„Félagið sýnir ekkert umburðarlyndi gagnvart mismunun af öllu tagi, og allir þeir sem gerast sekir um kynþáttafordóma verða settir í bann hjá félaginu til lífstíðar."

Haft er eftir NBC Sports á Twitter að fjölmiðlafulltrúi Man Utd hafi staðfest að Fred og aðrir leikmenn Man Utd hafi orðið fyrir kynþáttafordómum á Etihad-vellinum í kvöld.




Athugasemdir
banner
banner