sun 09. febrúar 2020 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefan gjaldgengur í þrjú U21 landslið - „Spennandi að sjá hvort ég verði valinn"
Stefan kom inn á og lék átta mínútur gegn Norður Írum með U21 árs landsliðinu í október 2018.
Stefan kom inn á og lék átta mínútur gegn Norður Írum með U21 árs landsliðinu í október 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi um helgina við Stefan Alexander Ljubicic um ferilinn til þessa. Rætt var við hann um fyrstu skrefin, Brighton, lánin í neðrideildar Englands, Grindavík og vistaskiptin til Lettlands.

Stefan er í dag á mála hjá lettnesku meisturunum í Riga FC. Stefan hefur leikið með U21 árs landsliði Íslands. Hann hefur leikið fjóra U21-árs landsleiki (allir komu þeir árið 2018), áður hafði hann leikið fimm U19 landsleiki og átta U17 landsleiki.

Fréttaritari spurði Stefan út í hans sýn á U21 árs landsliðið í dag. Hann er enn gjaldgengur enda enn einungis tvítugur en hefur ekki verið valinn frá því seint á árinu 2018.

„Eins og er þá er fókusinn minn á liðinu sem ég er í, Riga FC," sagði Stefan við Fótbolta.net

„Ég er líka gjaldgengur í serbneska og bosníska U21 landsliðið. Ég get enn verið valinn í þau landsliðið og spennandi að sjá hvort ég verði valinn þar," bætti Stefan við.

Sjá einnig:
Stefan Ljubicic er langyngstur hjá lettnesku meisturunum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner