Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Kwame Quee að ganga í raðir Grindavíkur.
Kwame er 27 ára sóknarsinnaður miðjumaður eða kantmaður sem spilaði síðast á Íslandi árið 2021.
Kwame er 27 ára sóknarsinnaður miðjumaður eða kantmaður sem spilaði síðast á Íslandi árið 2021.
Hann kom fyrst til Íslands árið 2017 og lék með Víkingi Ólafsvík fyrstu tvö tímabilin sín hér. Hann gekk svo í raðir Breiðabliks og var þar í tvö ár þar sem hann var í bæði skiptin lánaður til Víkings seinni hlutann. Eftir tímabilið 2020 gekk hann alfarið í raðir Víkings og var með liðinu út tímabilið 2021.
Undanfarin ár hefur hann leikið í Sádi-Arabíu, Ísrael og í heimalandinu Síerra-Leóne.
Grindavík hefur að undanförnu verið að þétta raðirnar og eru fjórir leikmenn gengnir í raðir félagsins frá því að síðasta tímabili lauk. Lið er að hefja leik í Lengjubikarnum og svo hefst Lengjudeildin í maí.
Komnir
Adam Árni Róbertsson frá Þrótti V.
Matevz Turkus frá Slóveníu
Josip Krznaric frá Slóveníu
Eric Vales frá Slóveníu
Óliver Berg Sigurðsson frá Sindra (var á láni)
Hrannar Ingi Magnússon frá Víkingi (á láni)
Farnir
Dagur Austmann Hilmarsson í Fjölni
Edi Horvat til Slóveníu
Freyr Jónsson í Dalvík/Reyni
Guðjón Pétur Lýðsson
Marko Vardic í ÍA
Óskar Örn Hauksson í Víking R.
Ólafur Flóki Stephensen í Val (var á láni)
Tómas Orri Róbertsson í Breiðablik (var á láni)
Alexander Veigar Þórarinsson
Athugasemdir