Chelsea er úr leik í FA bikarnum þetta árið eftir 2-1 tap á útivelli gegn Brighton í gærkvöldi.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, viðurkenndi það eftir leik að liðið saknaði Nicolas Jackson, framherja liðsins, sem er að glíma við meiðsli. Hann segir hins vegar það ekki vera mistök að hafa látið Joao Felix fara á láni frá félaginu.
„Stundum þarftu að spila leiki án sumra leikmanna til að sjá hversu mikilvægir þeir eru. Nico er gífurlega mikilvægur og góður fyrir okkur bæði á boltanum og án boltans.“ sagði Maresca og bætti svo við um Joao Felix.
„Við söknum ekki Joao, honum líður vel í Mílan og við erum glaðir að hann sé glaður. Eina sem menn gátu ekki séð fyrir er að við misstum tvo framherja í meiðsli á gluggadeginum. Því miður getur þetta gerst. En það er ekki langt í að Nicolas Jackson komi til baka. Við söknum hans en ekki Joao Felix.“
Chelsea voru bitlausir fram á við í gær. Eina markið þeirra var sjálfsmark frá Verbruggen, markmanni Brighton. Chelsea átti eitt skot á markið í leiknum sem kom á 4. mínútu.
Nkunku sem var að spila í fjarveru Nico Jackson snerti boltann í 33 skipti í gær sem var það næst minnsta af öllum þeim sem spiluðu fyrir Chelsea í gær.
Athugasemdir