Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   þri 09. mars 2021 10:00
Magnús Már Einarsson
Böddi á leið í Helsingborg
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Vinstri bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson er líklega á leið til Helsingborg í Svíþjóð samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Viðræður eru langt á veg komnar og möguleiki er að gengið verði frá samningum á næstu dögum.

Böðvar yfirgaf Jagiellonia Białystok í Póllandi á dögunum eftir að hafa spilað með liðinu síðan árið 2018.

Á þessu tímabili spilaði Böðvar þrettán leiki með Jagiellonia Białystok en hann kom ekki við sögu eftir jólafrí í deildinni.

Hinn 25 ára gamli Böðvar er uppalinn hjá FH en hann spilaði 43 leiki á tíma sínum í Póllandi.

Helsingborg leikur í sænsku B-deildinni en Brandur Olsen, fyrrum miðjumaður FH, er á mála hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner