Nottingham Forest sigraði Manchester City um helgina og eru í þriðja sæti deildarinnar þegar nákvæmlega tíu umferðir eru eftir af deildinni. Baráttan um Evrópusætin er gríðarlega spennandi, og möguleiki á því að mikið af stóru liðunum missi af.
Magnús Haukur Harðarsson mætti eins og svo oft áður til þess að ræða liðna umferð í boltanum en einnig mætti Arnór Gauti Ragnarsson leikmaður Aftureldingar. Arnór er stuðningsmaður Southampton, og því aðeins farið meira yfir þeirra gengi á tímabilinu.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að ofan og í öllum hlaðvarpsveitum.
Athugasemdir