Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 09. maí 2023 12:20
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 6. umferð - 38 ára með áætlunarferðir
Birkir Már Sævarsson (Valur)
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Valur heldur áfram að fara á kostum og aðra umferðina í röð er leikmaður liðsins valinn Sterkasti leikmaðurinn í boði Steypustöðvarinnar. Valur vann KR 5-0 á sunnudagskvöld þar sem Birkir Már Sævarsson átti stoðsendingaþrennu.

„Hann var með áætlunarferðir upp hægri kantinn, hann býr til þrjú mörk. Hann er 38 ára og verður 40 ára á næsta ári. Rennilás eins og Arnar Grétarsson sagði eftir leik,“ segir Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson fréttamaður Fótbolta.net í Innkastinu þar sem 6. umferðin var gerð upp.

„Þetta er ótrúlegur gæi. Það er magnað standið sem hann er í ár eftir ár. Maður bíður eftir að hægist á honum en það virðist aldrei ætla að gerast. Ég er farinn að halda það að hann spili lengur heldur en ég í þessu. Þetta er geggjaður gæi og það er frábært að spila með honum," sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson, liðsfélagi Birkis hjá Val, eftir leikinn.

Talað er um að Birkir hafi hætt of snemma í landsliðinu, hann gæti svo sannarlega nýst Íslandi. Birkir útilokar að taka landsliðsskóna fram að nýju.

„Nei, það er búið. Það er fínt að vera í fríi þegar landsliðið er að spila. Við erum með miklu betri hægri bakverði en mig í landsliðinu. Þeir geta fengið að spila og ég fer í sumarbústað eða eitthvað á meðan," sagði Birkir léttur eftir leikinn á sunnudag.



Sterkustu leikmenn:
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Innkastið - Haltrandi í humátt
Athugasemdir
banner
banner