Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. júní 2023 13:41
Elvar Geir Magnússon
Coleman fær nýjan samning en Mina er á förum
Seamus Coleman.
Seamus Coleman.
Mynd: Getty Images
Seamus Coleman, fyrirliði Everton, hefur fengið nýjan samning hjá félaginu. Coleman er 34 ára og hefur verið á Goodison Park síðan hann kom frá Sligo Rovers í janúar 2009.

Miðjumaðurinn Tom Davies og markvörðurinn Andy Lonergan hafa einnig fengið tilboð um nýja samninga.

Everton bjargaði sér frá falli í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Varnarmaðurinn Yerri Mina og framherjinn Androw Townsend yfirgefa félagið þegar samningar þeirra renna út um næstu mánaðamót. Markvörðurinn Asmir Begovic er einnig á förum en hann hafnaði nýjum samningi.

Í síðasta mánuði var staðfest að Everton hefði nýtt sér klásúlu um að framlengja samning Abdoulaye Doucoure til sumarsins 2024.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner