Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   sun 09. júní 2024 12:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Palhinha nálgast Bayern
Mynd: Getty Images

Joao Palhinha miðjumaður Fulham mun að öllum líkindum ganga til liðs við Bayern Munchen í sumar.


Florian Plettenberg hjá Sky Sports í Þýskalandi greinir frá því að munnlegt samkomulag sé í höfn og hann verði leikmaður þýska liðsins fyrir EM þar í landi.

Hann mun skrifa undir fjögurra eða fimm ára samning og kaupverðið er talið vera í kringum 40 milljónir evra.

Palhinha var mjög nálægt því að ganga til liðs við Bayern síðasta sumar en ekkert varð úr því að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner