Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   þri 09. júlí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Craig Bellamy tekur við Wales á næstu sólarhringum
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að Craig Bellamy verði tilkynntur sem nýr landsliðsþjálfari Wales á næstu dögum.

Bellamy er 44 ára gamall og verður starfið hjá Wales hans fyrsta starf sem aðalþjálfari á ferlinum, eftir að hafa þjálfað undir stjórn Vincent Kompany hjá Anderlecht.

Bellamy starfaði hjá Cardiff City og fékk mikilvægt þjálfarastarf innan félagsins áður en hann sagði upp störfum eftir ásakanir um einelti gagnvart einum leikmanni unglingaliðsins. Bellamy baðst afsökunar á hegðun sinni en var ekki sektaður af Cardiff eða refsað á neinn hátt.

Í kjölfarið var hann ráðinn til Anderlecht og þjálfaði U21 liðið auk þess að vera aðstoðarþjálfari Kompany, en sagði upp störfum 2021 af persónulegum ástæðum.

Bellamy lék meðal annars fyrir Newcastle United, Liverpool og Manchester City á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta - auk þess að skora 19 mörk í 78 landsleikjum með Wales.
Athugasemdir
banner
banner