Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 09. ágúst 2020 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkland: Fyrsti titill Söru með Lyon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir varð í kvöld bikarmeistari í Frakklandi með Lyon. Er þetta fyrsti titill Söru með félaginu sem hún samdi við fyrr í sumar.

Sara byrjaði á bekknum en kom inn á þegar korter var eftir af venjulegum leiktíma. Leikið var við PSG í úrslitaleiknum og var staðan markalaust eftir venjulegan leiktíma. Farið var beint í vítapsyrnukeppni og þar hafði Lyon betur.

Sara er því bikarmeistari í Frakklandi. Núna er framundan Meistaradeildin og þar getur Sara unnið sinn annan titil með félaginu. Lyon er mjög sigurstranglegt í keppninni.

Lyon hefur orðið franskur meistari fjórtán ár í röð og unnið Meistaradeildina fjögur ár í röð. Lyon mun síðar í þessum mánuði taka þátt í lokahnykk Meistaradeildarinnar.

Það er athyglisvert að það voru áhorfendur á leiknum í Frakklandi í kvöld. Stuðningsmenn máttu mæta á völlinn en þurftu að vera með grímur.


Athugasemdir
banner
banner
banner