Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 09. ágúst 2020 12:00
Aksentije Milisic
Gattuso um Pirlo: Hann er búinn að vera
Félagarnir að teygja á.
Félagarnir að teygja á.
Mynd: Getty Images
Gennaro Gattuso, stjóri Napoli, var spurður út í ráðningu Juventus á fyrrverandi liðsfélaga sínum, Andrea Pirlo, eftir tapleikinn hjá Napoli gegn Barcelona í gær.

Juventus rak Maurizzio Sarri eftir að liðið datt úr keppni í Meistaradeild Evrópu gegn Lyon í fyrradag. Pirlo var svo ráðinn til starfa í gær.

„Hann er búinn að vera, þannig er starfið," sagði Gattuso og hlóg.

„Hann er heppinn að fá að byrja hjá Juventus. En í þessu starfi hjálpar þér það ekkert að þú hafir verið frábær leikmaður. Þú verður að læra, vinna mikið og þú færð lítinn svefn."

„Að vera leikmaður og þjálfari eru tveir gjörólíkir hlutir. Við getum ekki bara lært með að lesa bækur, við þurfum að mæta og leggja hart að okkur. Þetta er öðruvísi heimur."

Gattuson og félagar í Napoli féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu en liðið tapaði einvígi sínu gegn Barcelona 4-1 samanlagt.
Athugasemdir
banner
banner