þri 09. ágúst 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Leipzig lánar Angelino til Hoffenheim (Staðfest)
Angelino
Angelino
Mynd: Getty Images
Spænski vinstri vængbakvörðurinn Angelino er genginn í raðir Hoffenheim á láni frá RB Leipzig.

Þessi 25 ára gamli var á láni hjá Leipzig í tvö tímabil frá Manchester City áður en Leipzig keypti hann fyrir síðustu leiktíð.

Hann lék 29 deildarleiki á síðasta tímabili og gegndi mikilvægu hlutverki er liðið varð þýskur bikarmeistari.

Angelino er nú mættur til Hoffenheim á láni frá RB Leipzig út leiktíðina og getur Hoffenheim keypt hann fyrir 20 milljónir evra á lánstímanum.

Spánverjinn stóðst læknisskoðun í gær og skrifaði undir samninginn en þetta er sjötti leikmaðurinn sem Hoffenheim fær í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner