Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. september 2019 20:17
Elvar Geir Magnússon
Er bakvörðurinn framtíðarstaða Kolbeins?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Birgir Finnsson spilaði sem vinstri bakvörður í U21 landsleikjunum tveimur.

Hann spilaði eitthvað sem vængbakvörður hjá Fylki og hjá varaliði Borussia Dortmund hefur hann verið að spila sem vinstri bakvörður.

Kolbeinn er vanari því að spila framar á vellinum en Arnar Þór Viðarsson, U21 landsliðsþjálfari, segir að bakvarðarstaðan gæti orðið framtíðarstaða leikmannsins.

„Hann er að spila þessa stöðu úti hjá Dortmund. Fyrir slysni þá prófuðum við hann í þessari stöðu í Danmörku í júní því Höddi (Hörður Ingi Gunnarsson) meiddist daginn fyrir leik. Kolbeinn spilaði þessa stöðu mjög vel í þessum tveimur leikjum," segir Arnar.

„Auðvitað á hann eftir að læra fullt, sérstaklega varnarlega. Kolbeinn er frábær sóknarbakvörður. Hann er með góðan hraða og frábæran vinstri fót. Þetta gæti vel orðið framtíðarstaða hans þó maður útiloki ekki að hann muni spila annarstaðar fyrir okkur."

U21 landsliðið vann 6-1 sigur gegn Armenum í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner