mið 09. október 2024 11:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Balotelli vill snúa aftur í ítölsku deildina og fékk símtal í morgun
Mario Balotelli er án félags eftir að samningur hans við Adana Demirspor í Tyrklandi rann út.

Hann var orðaður við Corinthians og Kerala Blasters í sumar og á dögunum var spænska C-deildar liðið Intercity orðað við kappann.

Í dag er hann orðaður við endurkomu í ítalska boltann og segir Fabrizio Romano að Alberto Gilardino, stjóri Genoa, hafi hringt í Balotelli í morgun.

Balotelli vill snúa aftur í efstu deild Ítalíu en hann lék síðast í deildinni með Brescia tímabilið 2019/20.

Ítalski framherjinn hefur leikið með Inter, Man City, AC Milan, Liverpool, Nice, Marseille, Brescia, Monza, Adana Demirspor og Sion á sínum ferli. Balotelli er 34 ára og skoraði sjö mörk í 16 deidarleikjum á síðasta tímabili.

Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 9 7 0 2 16 8 +8 21
2 Roma 9 7 0 2 10 4 +6 21
3 Inter 9 6 0 3 22 11 +11 18
4 Milan 9 5 3 1 14 7 +7 18
5 Como 9 4 4 1 12 6 +6 16
6 Bologna 9 4 3 2 13 7 +6 15
7 Juventus 9 4 3 2 12 9 +3 15
8 Cremonese 9 3 5 1 11 10 +1 14
9 Atalanta 9 2 7 0 13 7 +6 13
10 Sassuolo 9 4 1 4 10 10 0 13
11 Lazio 9 3 3 3 11 7 +4 12
12 Udinese 9 3 3 3 11 15 -4 12
13 Torino 9 3 3 3 8 14 -6 12
14 Cagliari 9 2 3 4 9 12 -3 9
15 Parma 9 1 4 4 4 9 -5 7
16 Lecce 9 1 3 5 7 14 -7 6
17 Pisa 9 0 5 4 5 12 -7 5
18 Verona 9 0 5 4 5 14 -9 5
19 Fiorentina 9 0 4 5 7 15 -8 4
20 Genoa 9 0 3 6 4 13 -9 3
Athugasemdir
banner
banner