Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   mið 09. október 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Útilokar ekki heimkomu - „Markmiðið mitt að komast á hærri stað"
Icelandair
Valgeir Valgeirsson.
Valgeir Valgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir er alltaf hress.
Valgeir er alltaf hress.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru spennandi tveir leikir framundan og það er ekkert annað í boði en að ná í sex stig," sagði Valgeir Valgeirsson, leikmaður U21 landsliðsins við Fótbolta.net í dag.

„Það er gaman að hitta strákana enn og aftur, og þetta verða tveir skemmtilegir leikir."

Framundan eru tveir síðustu leikir U21 í riðlinum í undankeppni Evrópumótsins. Strákarnir mæta Litháen á morgun og þeir geta búið til úrslitaleik gegn Danmörku með sigri þar.

„Markmiðið hjá okkur strákunum er að þetta verði ekki seinustu tveir leikirnir hjá okkur saman. Við ætlum að ná því. Við ætlum okkur að vinna þessa tvo leiki og komast á EM. Það er ekkert annað í boði," segir Valgeir.

„Það getur allt gerst í þessum riðli. Það eru fjögur lið enn að berjast um þetta. Það er undir okkur komið að gera vel í þessum leikjum. Ef við náum þessum sex stigum, þá býst ég við að við förum áfram."

Er í stóru hlutverki úti
Valgeir hefur spilað stórt hlutverk fyrir Örebro í sænsku B-deildinni á yfirstandandi tímabili. Það hefur hins vegar ekki gengið vel hjá liðinu og er það í fallbaráttu.

„Ég er að spila allar mínútur og að byrja alla leiki. Persónulega gengur mér vel en liðinu gengur ekki jafnvel. Mér líður vel úti en er á síðasta samningsári og það verður spennandi að sjá hvað gerist eftir þetta tímabil," sagði Valgeir.

„Ég er ekki að skoða neitt akkúrat núna. Við erum í hörkufallbaráttu og ég er að einbeita mér að því að gera mitt besta þar. Eftir þessa fjóra leiki skoða ég hvað er í boði. Ég er að einbeita mér á þessa fjóra leiki sem eru eftir, að reyna að gera eins vel og ég get þar og reyna að fá eitthvað stórt 'move' vonandi eftir það."

Er einhver séns á að þú komir heim?

„Aldrei segja aldrei. Ég veit ekki hvað mun koma. Markmiðið mitt er að komast á hærri stað. Ég veit ekki hvort það sé heima eða úti. Við sjáum til," sagði Valgeir að lokum.
Athugasemdir
banner
banner