Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   mið 09. október 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Útilokar ekki heimkomu - „Markmiðið mitt að komast á hærri stað"
Icelandair
Valgeir Valgeirsson.
Valgeir Valgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir er alltaf hress.
Valgeir er alltaf hress.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru spennandi tveir leikir framundan og það er ekkert annað í boði en að ná í sex stig," sagði Valgeir Valgeirsson, leikmaður U21 landsliðsins við Fótbolta.net í dag.

„Það er gaman að hitta strákana enn og aftur, og þetta verða tveir skemmtilegir leikir."

Framundan eru tveir síðustu leikir U21 í riðlinum í undankeppni Evrópumótsins. Strákarnir mæta Litháen á morgun og þeir geta búið til úrslitaleik gegn Danmörku með sigri þar.

„Markmiðið hjá okkur strákunum er að þetta verði ekki seinustu tveir leikirnir hjá okkur saman. Við ætlum að ná því. Við ætlum okkur að vinna þessa tvo leiki og komast á EM. Það er ekkert annað í boði," segir Valgeir.

„Það getur allt gerst í þessum riðli. Það eru fjögur lið enn að berjast um þetta. Það er undir okkur komið að gera vel í þessum leikjum. Ef við náum þessum sex stigum, þá býst ég við að við förum áfram."

Er í stóru hlutverki úti
Valgeir hefur spilað stórt hlutverk fyrir Örebro í sænsku B-deildinni á yfirstandandi tímabili. Það hefur hins vegar ekki gengið vel hjá liðinu og er það í fallbaráttu.

„Ég er að spila allar mínútur og að byrja alla leiki. Persónulega gengur mér vel en liðinu gengur ekki jafnvel. Mér líður vel úti en er á síðasta samningsári og það verður spennandi að sjá hvað gerist eftir þetta tímabil," sagði Valgeir.

„Ég er ekki að skoða neitt akkúrat núna. Við erum í hörkufallbaráttu og ég er að einbeita mér að því að gera mitt besta þar. Eftir þessa fjóra leiki skoða ég hvað er í boði. Ég er að einbeita mér á þessa fjóra leiki sem eru eftir, að reyna að gera eins vel og ég get þar og reyna að fá eitthvað stórt 'move' vonandi eftir það."

Er einhver séns á að þú komir heim?

„Aldrei segja aldrei. Ég veit ekki hvað mun koma. Markmiðið mitt er að komast á hærri stað. Ég veit ekki hvort það sé heima eða úti. Við sjáum til," sagði Valgeir að lokum.
Athugasemdir
banner