Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   mið 09. október 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Útilokar ekki heimkomu - „Markmiðið mitt að komast á hærri stað"
Icelandair
Valgeir Valgeirsson.
Valgeir Valgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir er alltaf hress.
Valgeir er alltaf hress.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru spennandi tveir leikir framundan og það er ekkert annað í boði en að ná í sex stig," sagði Valgeir Valgeirsson, leikmaður U21 landsliðsins við Fótbolta.net í dag.

„Það er gaman að hitta strákana enn og aftur, og þetta verða tveir skemmtilegir leikir."

Framundan eru tveir síðustu leikir U21 í riðlinum í undankeppni Evrópumótsins. Strákarnir mæta Litháen á morgun og þeir geta búið til úrslitaleik gegn Danmörku með sigri þar.

„Markmiðið hjá okkur strákunum er að þetta verði ekki seinustu tveir leikirnir hjá okkur saman. Við ætlum að ná því. Við ætlum okkur að vinna þessa tvo leiki og komast á EM. Það er ekkert annað í boði," segir Valgeir.

„Það getur allt gerst í þessum riðli. Það eru fjögur lið enn að berjast um þetta. Það er undir okkur komið að gera vel í þessum leikjum. Ef við náum þessum sex stigum, þá býst ég við að við förum áfram."

Er í stóru hlutverki úti
Valgeir hefur spilað stórt hlutverk fyrir Örebro í sænsku B-deildinni á yfirstandandi tímabili. Það hefur hins vegar ekki gengið vel hjá liðinu og er það í fallbaráttu.

„Ég er að spila allar mínútur og að byrja alla leiki. Persónulega gengur mér vel en liðinu gengur ekki jafnvel. Mér líður vel úti en er á síðasta samningsári og það verður spennandi að sjá hvað gerist eftir þetta tímabil," sagði Valgeir.

„Ég er ekki að skoða neitt akkúrat núna. Við erum í hörkufallbaráttu og ég er að einbeita mér að því að gera mitt besta þar. Eftir þessa fjóra leiki skoða ég hvað er í boði. Ég er að einbeita mér á þessa fjóra leiki sem eru eftir, að reyna að gera eins vel og ég get þar og reyna að fá eitthvað stórt 'move' vonandi eftir það."

Er einhver séns á að þú komir heim?

„Aldrei segja aldrei. Ég veit ekki hvað mun koma. Markmiðið mitt er að komast á hærri stað. Ég veit ekki hvort það sé heima eða úti. Við sjáum til," sagði Valgeir að lokum.
Athugasemdir
banner