Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 09. október 2024 15:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útskýrði valið á hópnum - Hver er aðalmarkvörður?
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fanney var frábær gegn Þýskalandi í sumar.
Fanney var frábær gegn Þýskalandi í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María er ekki í hópnum.
Agla María er ekki í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var hópur kvennalandsliðsins fyrir vináttuleiki gegn Bandaríkjunum opinberaður. Ein breyting er á hópnum frá síðasta landsliðsverkefni; Sædís Rún Heiðarsdóttir kemur inn fyrir Kristínu Dís Árnadóttur.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, fór yfir valið á fréttamannafundi í dag.

„Ég ákvað að gera ekki fleiri breytingar til að gefa þeim leikmönnum sem unnu fyrir því að komast beint á EM tækifæri í þessum glugga. Ég mun væntanlega spila á mörgum leikmönnum í þessum glugga. Það eru fáir leikmenn - ef einhverjir - sem munu spila 180 mínútur. Ég ætla að gefa leikmönnum sem hafa spilað minna tækifæri þó ég geti ekki lofað því að allir leikmenn muni spila mikið," sagði Steini.

Fanney Inga Birkisdóttir, Telma Ívarsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru á sínum stað í hópnum. Cecilía er komin af stað eftir meiðsli og hefur spilað vel með Inter eftir tímabil. Telma vann gullhanskann í Bestu deildinni á dögunum og Fanney hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins að undanförnu.

„Þetta er gott fyrir okkur, gott að við séum með þrjá góða markverði. Þær hafa allar verið að spila vel undanfarið. Það er ánægjulegt að Cecilía sé að spila reglulega í góðu liði og sé að standa sig vel. Það er gott fyrir okkur að það sé mikil samkeppni og gefur góða möguleika að velja góðan markvörð. Það hefur líka verið þannig undanfarið. Fanney er búin að vera númer eitt undanfarið. Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um að breyta því eins og staðan er í dag."

Ræddi ekki við Öglu Maríu
Það vekur athygli að einungis ein í hópnum, Telma, er leikmaður Íslandsmeistaraliðs Breiðabliks. Agla María Albertsdóttir hefur ekki verið í hópunum að undanförnu eftir að hafa ekki gefið kost á sér fyrr á þessu ári.

„Það voru flestallar heilar og klárar í þetta verkefni. Þær eru flestar klárar sem maður var að skoða að velja."

„Við (þjálfarinn og Agla María) ræddum raunverulega ekkert saman núna. Ég veit ekki hvort hún hafi gefið kost á sér eða ekki," sagði Steini.
Athugasemdir
banner
banner