Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 09. október 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Landsliðshópurinn - Einungis ein úr Íslandsmeistaraliðinu
Icelandair
Sædís snýr aftur í hópinn.
Sædís snýr aftur í hópinn.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Telma er eini fulltrúi Íslandsmeistaraliðs Breiðabliks í hópnum.
Telma er eini fulltrúi Íslandsmeistaraliðs Breiðabliks í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson opinberaði í dag landsliðshópinn fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Bandaríkjunum sem fram fara ytra. Landsliðið kom síðast saman í júlí þegar það tryggði sér sæti á EM næsta sumar.

Ein breyting er á hópnum frá því verkefni. Sædís Rún Heiðardóttir kemur inn fyrir Kristínu Dís Árnadóttur. Vinstri bakvröðurinn Sædís var að snúa til baka eftir meiðsli þegar síðustu landsleikir voru spilaðir.

Einn leikmaður úr Íslandsmeistaraliði Breiðabliks er í hópnum en þrír leikmenn Vals eru í honum.

Leikirnir gegn Ólympíumeisturunum fara fram 24. október (Austin, Texas) og 27. október (Nashville, Tennessee).

Markverðir
Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 11 leikir
Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 7 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 11 leikir

Aðrir leikmenn
Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 32 leikir
Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby IF - 65 leikir, 1 mark
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 128 leikir, 11 mörk
Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 41 leikur, 1 mark
Natasha Moraa Anasi - Valur - 6 leikir, 1 mark
Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 9 leikir
Sandra María Jessen - Þór/KA - 43 leikir, 6 mörk
Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark
Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 47 leikir, 6 mörk
Hildur Antonsdóttir - Madrid CFF - 18 leikir, 2 mörk
Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 1 leikur
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer 04 Leverkusen - 43 leikir, 9 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg BK Kvinner - 41 leikur, 4 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 20 leikir, 2 mörk
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 12 leikir, 1 mark
Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 40 leikir, 12 mörk
Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 40 leikir, 6 mörk
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - FC Nordsjælland - 2 leikir
Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 16 leikir, 2 mörk
Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 6 leikir, 1 mark
Athugasemdir
banner
banner
banner