Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   lau 09. nóvember 2024 20:10
Brynjar Ingi Erluson
Róbert Orri í umspil í Noregi - Magnaður endasprettur hjá Álasundi
Róbert Orri er á leið í umspil í Noregi
Róbert Orri er á leið í umspil í Noregi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson og hans menn í Kongsvinger eru á leið í umspil um sæti í norsku úrvalsdeildina eftir að liðið vann Start, 4-1, í lokaumferð B-deildarinnar í dag.

Varnarmaðurinn, sem hefur verið frá síðustu vikur, var á bekknum í dag en kom ekki við sögu.

Sigurinn þýðir að liðið er á leið í umspil um að komast upp í norsku úrvalsdeildina.

Leiðin er enn löng fyrir Kongsvinger sem þarf að vinna fjóra hreina úrslitaleiki til að komast upp.

Eyþór Martin Björgólfsson var í byrjunarliði Start í leiknum en hann kom til félagsins frá Moss í sumar. Start hafnaði í 12. sæti deildarinnar með 35 stig.

Óskar Borgþórsson byrjaði hjá Sogndal sem tapaði fyrir meistaraliði Vålerenga, 3-0. Sogndal rétt slapp við fall en liðið hafnaði í 13. sæti, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Davíð Snær Jóhannsson og félagar í Álasundi áttu líklega magnaðasta endasprettinn í B-deildinni. Liðið var í fallbaráttu í byrjun tímabils.

Útlitið var ekki gott eftir fyrri hlutann en eftir sumarfrí vann liðið tíu af sextán leikjum sínum og tókst að klára tímabilið í 9. sæti með 40 stig.

Grátlegt jafntefli hjá Íslendingaliði Birmingham

Íslendingalið Birmingham gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Northampton í ensku C-deildinni í dag.

Willum Þór Willumsson var á sínum stað í byrjunarliðinu en Alfons Sampsted byrjaði á bekknum.

Jay Stansfield skoraði mark Birmingham á 58. mínútu og rúmum fimmtán mínútum síðar kom Alfons inn af bekknum.

Willum var tekinn af velli á 88. mínútu og var síðan útit fyrir að Birmingham myndi taka öll stigin en á sjöundu mínútu í uppbótartíma kom jöfnunarmarkið. Svekkjandi úrslit fyrir Birmingham sem er þó áfram í öðru sæti með 30 stig.

Jason Daði Svanþórsson var í byrjunarliði Grimsby Town sem vann AFC Wimbledon, 1-0, á útivelli í D-deildinni. Grimsby er í 7. sæti með 24 stig.

Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Kortrijk töpuðu fyrir Antwerp, 2-1, á heimavelli. Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki með vegna meiðsla. Kortrijk er í næst neðsta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar með 14 stig.

Brynjólfur Andersen Willumsson kom inn af bekknum er Groningen vann 1-0 sigur á Spörtu Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni. Groningen er í 12. sæti með 12 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner