mið 10. febrúar 2021 23:03
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir kvöldsins: Soyuncu og Sharp bestir
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram samtímis í enska bikarnum í kvöld þegar Leicester og Sheffield United tryggðu sér þátttöku í 8-liða úrslitum.

Tyrkneski miðvörðurinn Caglar Soyuncu var besti maður vallarins er Leicester rétt marði Brighton í hnífjöfnum leik, þökk sé sigurmarki frá Kelechi Iheanacho á lokasekúndunum.

Soyuncu er sá eini á vellinum sem fær 8 í einkunn frá Sky Sports fyrir sinn þátt. Enginn leikmaður þótti sérlega lélegur en enginn sem skaraði framúr að undanskildum Soyuncu.

Leicester: Ward (6), Daley-Campbell (7), Amartey (6), Soyuncu (8), Justin (7), Thomas (6), Ndidi (6), Tielemens (6), Perez (6), Under (6), Vardy (6)
Varamenn: Maddison (7), Iheanacho (7), Choudhury (6)

Brighton: Walton (6), White (7), Dunk (7), Burn (6), Karbownik (6), Alzate (7), Moder (7), Gross (7), Lallana (6), Zeqiri (7), Tau (6)
Varamenn: Mac Allister (6), Bissouma (6),



Billy Sharp var þá besti maður vallarins er Sheffield United marði tíu leikmenn Bristol City.

Sharp gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu eftir að Alfie Mawson lét reka sig af velli fyrir að verja með hendi innan vítateigs.

Mawson fær 6 í einkunn frá Sky þrátt fyrir að hafa látið reka sig útaf. Rhian Brewster var meðal verstu manna vallarins og fær hann 5 í einkunn rétt eins og nokkrir leikmenn Bristol.

Sheffield United: Ramsdale (7), Basham (6), Egan (7), Ampadu (7), Bogle (7), Lundstram (7), Fleck (6), Lowe (7), McGoldrick (6), Brewster (5), Sharp (7).
Varamenn: Norwood (6), Burke (n/a).

Bristol City: O'Leary (7), Hunt (6), Kalas (6), Mawson (6), Moore (6), Towler (6), Vyner (5), Williams (7), Paterson (7), Wells (5), Diedhiou (6).
Varamenn: Nagy (5), Massengo (6), Palmer (7), Semenyo (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner