Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
banner
   lau 10. apríl 2021 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Baráttan um efstu fjögur: Staðan og leikirnir sem eru eftir
Það er gríðarlega spennandi barátta framundan á næstu vikum um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni.

Það er óhætt að segja að Manchester City sé öruggt með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og Manchester United er í frekar góðum málum.

Leicester er í þriðja sæti með 56 stig en svo kemur Chelsea með 54 stig. Liverpool var í fjórða sæti fyrr í dag með 52 stig en Chelsea komst upp í fjórða sæti með sigri á Crystal Palace á útivelli; mjög sannfærandi sigri.

Það er hægt að segja að það séu sex lið að berjast um tvö sæti í Meistaradeildinni, þrjú ef Manchester United fer að ganga hörmulega.

Liðin eiga mismunandi marga leiki eftir en hér að neðan má sjá hvernig staðan er núna og hvaða leiki liðin eiga eftir. Manchester United er tekið með í þessari umfjöllun.

2. Manchester United, 60 stig eftir 30 leiki
Tottenham (úti)
Burnley (heima)
Leeds (úti)
Liverpool (heima)
Aston Villa (úti)
Leicester (heima)
Fulham (heima)
Wolves (úti)

3. Leicester, 56 stig eftir 30 leiki
West Ham (úti)
West Brom (heima)
Crystal Palace (heima)
Southampton (úti)
Newcastle (heima)
Man Utd (úti)
Chelsea (úti)
Tottenham (heima)

4. Chelsea, 54 stig eftir 31 leik
Brighton (heima)
West Ham (úti)
Fulham (heima)
Man City (úti)
Arsenal (heima)
Leicester (heima)
Aston Villa (úti)

5. Liverpool, 52 stig eftir 31 leik
Leeds (úti)
Newcastle (heima)
Man Utd (úti)
Southampton (heima)
West Brom (úti)
Burnley (úti)
Crystal Palace (heima)

6. West Ham, 52 stig eftir 30 leiki
Leicester (heima)
Newcastle (úti)
Chelsea (heima)
Burnley (úti)
Everton (heima)
Brighton (úti)
West Brom (úti)
Southampton (heima)

7. Tottenham, 49 stig eftir 30 leiki
Man Utd (heima)
Everton (úti)
Southampton (heima)
Sheffield United (heima)
Leeds (úti)
Wolves (heima)
Aston Villa (heima)
Leicester (úti)

8. Everton, 47 stig eftir 29 leiki
Aston Villa (úti)
Brighton (úti)
Tottenham (heima)
Arsenal (úti)
Aston Villa (heima)
West Ham (úti)
Sheffield United (heima)
Wolves (heima)
Man City (úti)

Hvaða lið munu enda í topp fjórum? Það skal tekið fram að Manchester City, Manchester United, Chelsea og Liverpool eru enn í Evrópukeppni og eiga því eftir að spila fleiri leiki á tímabilinu. Manchester City og Tottenham mætast í úrslitum deildabikarsins, og í undanúrslitum FA-bikarsins eru Chelsea, Man City, Leicester og Southampton.


Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru í áttunda sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner