Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. apríl 2021 17:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnhildur: Vantaði bara mörkin - Vil hrósa ungu stelpunum
Icelandair
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson.
Þorsteinn Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn var kaflaskiptur," sagði landsliðskonan reynda Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir eftir 1-0 tap gegn Ítalíu í vináttulandsleik í dag.

„Þetta var fyrsti landsleikurinn hans Steina og mér fannst hann undirbúa okkur mjög vel. Mér fannst ungu stelpurnar koma frábærlega inn. Við spiluðum vel á köflum, vörðumst vel og gáfum allt í þetta."

„Það er margt sem við þurfum að laga en við getum líka tekið margt jákvætt úr þessum leik."

Ítalía skoraði sigurmarkið í leiknum um miðbik seinni hálfleiks, markið sem skildi að.

„Þetta var mjög jafn leikur. Við þurftum bara að vera aðeins rólegri á síðasta þriðjung. Við þurfum að æfa aðeins hvað við ætlum að gera á síðasta þriðjung. Það vantaði bara mörkin, annars fannst mér við standa okkur vel."

„Við erum ekki búnar að spila lengi og við náðum að spila vel þrátt fyrir það. Ég vil hrósa ungu stelpunum mikið. Þær koma inn og stíga upp. Það vantar marga leikmenn og þær gerðu frábærlega. Mér finnst það geggjað. Baráttan var heilt yfir frábær."

Gunnhildi fannst markið vera óheppni. „Svona getur gerst í fótboltanum; stundum dettur þetta öðru megin og því miður datt þetta fyrir Ítalíu í dag."

Steini komið vel inn
Þetta var eins og áður kom fram fyrsti landsleikur Þorsteins Halldórssonar sem landsliðsþjálfara og þetta er hans fyrsta verkefni. Hvernig hefur hann komið inn?

„Mér finnst Steini hafa komið vel inn. Hann hefur komið sínum áherslum vel fram og er mjög skýr sem er mjög gott fyrir okkur. Það eru margar stelpur sem þekkja hann vel og það er ágætt. Hann er koma okkur inn í það hvernig hann vill að við spilum. Hann er ekki búinn að fá marga daga í það en það hefur gengið frábærlega á fáum dögum. Það verður gaman að sjá hvernig það gengur í framtíðinni."

„Ég er mjög ánægð og ég held að hópurinn sé það líka," sagði Gunnhildur en hún segir það mikilvægt að fá þessa leiki, bæði fyrir undankeppni HM og EM sem er næsta sumar.

„Það er stór möguleiki fyrir okkur að komast á HM og við stefnum á það. Það verður erfitt en það eru fleiri lið núna og þetta er möguleiki. Við erum allar hungraðar í það. Það er frábært að fá þessa tvo leiki núna."

Sjá einnig:
Steini sáttur með margt en ekki úrslitin - „Hundfúlt að tapa"
Cecilía spilaði annan A-landsleikinn 17 ára - „Mjög solid"
Athugasemdir
banner
banner