Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   lau 10. apríl 2021 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cecilía spilaði annan A-landsleikinn 17 ára - „Mjög solid"
Icelandair
Aðeins 17 ára gömul og gríðarlega efnileg.
Aðeins 17 ára gömul og gríðarlega efnileg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hin 17 ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir spilaði sinn annan A-landsleik í dag.

Hún var í markinu þegar Ísland tapaði naumlega fyrir Ítalíu í vináttulandsleik. Hún stóð sig vel í leiknum og undir það tók landsliðsþjálfarinn, Þorsteinn Halldórsson.

„Mér fannst hún komast mjög vel frá þessu. Hún þorði að spila framarlega, hún þorði að grípa inn í og var áræðin. Það eru einstaka atriði sem hefði mátt vera betra en hún var mjög 'solid'," sagði Steini en Cecilía samdi nýverið við Örebro í Svíþjóð eftir að hafa staðið sig frábærlega með Fylki í Pepsi Max-deildinni.

Aðrir óreyndir leikmenn fengu tækifæri í þessum leik, þar á meðal Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í vinstri bakverði.

„Eins og við sögðum í aðdraganda þessa verkefnis þá ætlum við að gefa leikmönnum tækifæri, við ætlum að skoða leikmenn og þróa leikmenn inn í okkar hugmyndir. Þetta eru leikmenn framtíðarinnar vonandi og við erum líka að horfa lengra fram í tímann," sagði landsliðsþjálfarinn.

Sjá einnig:
Naumt tap í fyrsta leik Þorsteins með landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner