Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 10. apríl 2021 20:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu glæsilegt sigurmark Alexander-Arnold - „Kostirnir vega þyngra"
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold skoraði sigurmark Liverpool í uppbótartíma gegn Aston Villa í dag.

Liverpool var 1-0 undir í hálfleik en tókst að koma til baka í seinni hálfleiknum. Mohamed Salah jafnaði og Alexander-Arnold skoraði sigurmarkið snemma í uppbótartímanum.

Hægt er að sjá mörkin hér á neðan af vef Morgunblaðsins en mark Alexander-Arnold var virkilega flott.

Alexander-Arnold, sem er 22 ára, hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur eftir að hann var ekki valinn í enska landsliðshópinn fyrir landsleikina í lok mars. Hann fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína gegn Arsenal um síðustu helgi en átti svo mjög erfitt uppdráttar gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í miðri viku.

Alexander-Arnold hefur verið gagnrýndur fyrir það að vera slakur varnarlega og missa boltann of mikið. Hann er hins vegar frábær sóknarlega.

„Ég skil gagnrýnina sem Alexander-Arnold fær fyrir varnarleik en hann er samt einn hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef séð. Sigurmark hans í dag var áminning um það að kostir hans vega þyngra en gallarnir," skrifaði Oliver Holt, sem er yfir íþróttaskrifum hjá Daily Mail, eftir leikinn í dag.

Henry Winter, stjörnublaðamaður í Bretlandi, hrósaði Alexander-Arnold eftir leikinn og spurði að því hvort Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, myndi sýna hugrekki með því að velja hann í landsliðshópinn fyrir EM í sumar.

Hvort hann verði valinn, það verður að koma í ljós. Englendingar eiga mjög mikið af góðum hægri bakvörðum.





Athugasemdir
banner
banner
banner