Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. apríl 2022 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Strákurinn marinn á hendi - Ronaldo getur búist við kæru
Mynd: Getty Images

Cristiano Ronaldo á yfir höfði sér kæru frá foreldrum stráksins sem hann braut símann hjá eftir 1-0 sigur Everton gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.


Móðir stráksins birti færslu á Twitter þar sem hún birtir mynd af hönd sonar sins og hneykslast á hegðun Ronaldo. Hönd stráksins sem á símann er marin eftir Ronaldo.

„Frábær leikur snerist út í lögreglumál fyrir mig og Jake. Ég trúi varla eigin orðum en RONALDO eyðilagði símann hans Jake meðan hann tók myndband af Ronaldo ganga af velli," segir Sarah Kelly, móðir stráksins, á samfélagsmiðlum.

„Ég er í sjokki að atvinnumaður í knattspyrnu geti ráðist svona að barni. Ef einhver á myndbönd af atvikinu þá megið þið endilega deila þeim! Þessir fótboltamenn eru hrottar!

„Hann er sjálfur faðir, hvernig myndi honum líða ef þetta yrði gert við barnið hans????"

Móðirin heitir Sarah Kelly og er búin að fara í nokkur viðtöl í dag. Þar kemur meðal annars fram að sonur hennar er með einhverfu og mikla áráttuhegðun. Hann hafi átt mjög erfitt með að skilja aðstæður og sé ennþá í sjokki eftir atvikið.


Athugasemdir
banner
banner
banner