„Það er ekki hægt að mótmæla þessu vali, úr stórskemmtilegum leik," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu þar sem opinberað var að Pétur Theodór Árnason, sóknarmaður Gróttu, var valinn leikmaður 1. umferðar Lengjudeildarinnar.
Pétur skoraði fimmtán mörk þegar Grótta vann deildina 2019 en skoraði alls þrjú mörk í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Hann byrjar því nýtt tímabil á því að jafna markafjölda sinn frá síðasta Íslandsmóti því hann gerði þrennu í 4-3 sigri á Þór.
Sjá einnig:
Úrvalslið 1. umferðar Lengjudeildarinnar
Pétur skoraði fimmtán mörk þegar Grótta vann deildina 2019 en skoraði alls þrjú mörk í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Hann byrjar því nýtt tímabil á því að jafna markafjölda sinn frá síðasta Íslandsmóti því hann gerði þrennu í 4-3 sigri á Þór.
Sjá einnig:
Úrvalslið 1. umferðar Lengjudeildarinnar
„Pétur átti næstum fullkominn leik og engin spurning um að hann var besti leikmaður vallarins. Þrjú mörk og hefði getað nælt sér í það fjórða úr víti í lok leiks en hann gaf Sölva Björnssyni vítið," skrifaði fréttaritari Fótbolta.net á leiknum, Hafþór Bjarki Guðmundsson, í skýrslu leiksins.
„Pétur Theodór á að fá andlitið sitt á lógó deildarinnar. Hann gjörsamlega elskar að skora í þessari deild," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.
„Hann var alveg frábær og hefur sjaldan litið eins vel út. Ég var gríðarlega ánægður með hans kraft í leiknum og náttúrulega þrjú mörk sem er frábært. Hann sýndi líka mjög góðan styrk með því að leyfa Sölva að taka vítið. Ég var sáttur með leikinn og mína menn og lögðum allt í þetta, þetta var sigur liðsheildarinnar," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, í viðtali við Fótbolta.net eftir sigurinn gegn Þór.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Stjarnan að reyna að fá Pétur Theodór í sínar raðir og gerði tilboð í leikmanninn. Félögin hafa hinsvegar ekki náð saman. Stjörnumönnum hefur mistekist að skora í fyrstu tveimur umferðum Pepsi Max-deildarinnar.
Grótta byrjar nýtt tímabil af krafti og spennandi að sjá hvort Pétur Theodór verði áfram í markaskónum þegar Fjölnismenn verða heimsóttir á föstudagskvöld.
Athugasemdir