Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   mán 10. maí 2021 10:15
Elvar Geir Magnússon
Lið 1. umferðar - Grindavík með þrjá eftir sigur í stórleiknum
Lengjudeildin
Kristófer Orri Pétursson, leikmaður Gróttu, er í liðinu.
Kristófer Orri Pétursson, leikmaður Gróttu, er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Daníel Gylfason í leiknum gegn Kórdrengjum.
Daníel Gylfason í leiknum gegn Kórdrengjum.
Mynd: Raggi Óla
Fyrsta umferð Lengjudeildarinnar er að baki en hér má sjá úrvalslið umferðarinnar. Grindavík vann 3-1 sigur gegn ÍBV í stórleik umferðarinnar og Vestri gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 útisigur gegn Selfossi. Grindavík á þrjá fulltrúa í gríðarlega sóknarsinnuðu úrvalsliði.

Sveitastrikerinn duglegi Sigurður Bjartur Hallsson gerði Eyjamönnum lífið leitt og skoraði fyrsta mark leiksins, hann var bestur á vellinum. Varnarmaðurinn Sigurjón Rúnarsson skoraði einnig og er í liðinu ásamt franska miðjumanninum Walid Abdelali sem gekk í raðir Grindvíkinga fyrir tímabilið.

Túfa, Vladimi Tufegdzic, var valinn maður leiksins í sigri Vestra gegn Selfossi. Þá er Heiðar Birnir, þjálfari Vestra, valinn þjálfari umferðarinnar eftir að nýliðunum var skellt.



Spennustigið var hátt þegar Afturelding og Kórdrengir gerðu 1-1 jafntefli. Tanis Marcellán, nýr spænskur markvörður Mosfellinga, átti góðan leik en maður leiksins var Daníel Gylfason hjá Kórdrengjum.

Fjölnismenn byrjuðu nýtt tímabil á 3-1 útisigri gegn Þrótti en Guðmundur Karl Guðmundsson var valinn maður leiksins. Fram vann Víking Ólafsvík auðveldlega. Albert Hafsteinsson var maður leiksins en Fred átti líka afskaplega góðan leik.

Pétur Theodór Árnason skoraði þrennu fyrir Gróttu og hefði getað skorað fleiri þegar liðið vann 4-3 sigur á Þór í svakalegum fótboltaleik á Seltjarnarnesi. Kristófer Orri Pétursson er einnig í úrvalsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner