Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
   fös 07. maí 2021 21:22
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Gústi Gylfa: Þetta var sigur liðsheildarinnar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Grótta og Þór mættust í kvöld á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi í leik þar sem heimamenn báru sigur af hólmi 4-3 í skemmtilegum leik.

„Það var bara flugeldasýning hérna fyrir áhorfendur og þá sem voru að horfa á streymið okkar. Þetta var sjö mörk og bara hörkuleikur." voru fyrstu viðbrögð Águsts Gylfasonar þjálfara Gróttu eftir leik kvöldsins.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  3 Þór

„Þetta var kraftaleikur dálítið og við stýrðum þessu til að byrja með en síðan setja Þórsarar glæsilegt aukaspyrnumark á okkur og það setur okkur aðeins útaf laginu en við komum sterkir til baka og þetta var algjör flugeldasýning í seinni hálfleik."

Pétur Theódór Árnason var frábær í liði Gróttu í kvöld og skoraði þrennu. Ágúst Gylfason vonast til að hann haldi áfram á þessari braut.

„Alveg klárlega, hann þekkir það og byrjaði í dag alveg frábær og hann hefur sjaldan litið eins vel út. Ég var gríðarlega ánægður með hans kraft í leiknum og náttúrulega þrjú mörk sem er frábært. Hann sýndi líka mjög góðan styrk með því að leyfa Sölva að taka vítið. Ég var sáttur með leikinn og mína menn og lögðum allt í þetta, þetta var sigur liðsheildarinnar."

Það vakti athygli að Hákon Rafn var ekki í byrjunarliðinu í dag. Hver var ástæðan á bak við það?

„Hákon á æfingu um daginn fær smá slink á hnéð og var tæpur fyrir leikinn þannig að það er ástæðan."

Viðtal í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner