Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fös 07. maí 2021 21:22
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Gústi Gylfa: Þetta var sigur liðsheildarinnar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Grótta og Þór mættust í kvöld á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi í leik þar sem heimamenn báru sigur af hólmi 4-3 í skemmtilegum leik.

„Það var bara flugeldasýning hérna fyrir áhorfendur og þá sem voru að horfa á streymið okkar. Þetta var sjö mörk og bara hörkuleikur." voru fyrstu viðbrögð Águsts Gylfasonar þjálfara Gróttu eftir leik kvöldsins.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  3 Þór

„Þetta var kraftaleikur dálítið og við stýrðum þessu til að byrja með en síðan setja Þórsarar glæsilegt aukaspyrnumark á okkur og það setur okkur aðeins útaf laginu en við komum sterkir til baka og þetta var algjör flugeldasýning í seinni hálfleik."

Pétur Theódór Árnason var frábær í liði Gróttu í kvöld og skoraði þrennu. Ágúst Gylfason vonast til að hann haldi áfram á þessari braut.

„Alveg klárlega, hann þekkir það og byrjaði í dag alveg frábær og hann hefur sjaldan litið eins vel út. Ég var gríðarlega ánægður með hans kraft í leiknum og náttúrulega þrjú mörk sem er frábært. Hann sýndi líka mjög góðan styrk með því að leyfa Sölva að taka vítið. Ég var sáttur með leikinn og mína menn og lögðum allt í þetta, þetta var sigur liðsheildarinnar."

Það vakti athygli að Hákon Rafn var ekki í byrjunarliðinu í dag. Hver var ástæðan á bak við það?

„Hákon á æfingu um daginn fær smá slink á hnéð og var tæpur fyrir leikinn þannig að það er ástæðan."

Viðtal í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner