De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fös 07. maí 2021 21:22
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Gústi Gylfa: Þetta var sigur liðsheildarinnar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Grótta og Þór mættust í kvöld á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi í leik þar sem heimamenn báru sigur af hólmi 4-3 í skemmtilegum leik.

„Það var bara flugeldasýning hérna fyrir áhorfendur og þá sem voru að horfa á streymið okkar. Þetta var sjö mörk og bara hörkuleikur." voru fyrstu viðbrögð Águsts Gylfasonar þjálfara Gróttu eftir leik kvöldsins.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  3 Þór

„Þetta var kraftaleikur dálítið og við stýrðum þessu til að byrja með en síðan setja Þórsarar glæsilegt aukaspyrnumark á okkur og það setur okkur aðeins útaf laginu en við komum sterkir til baka og þetta var algjör flugeldasýning í seinni hálfleik."

Pétur Theódór Árnason var frábær í liði Gróttu í kvöld og skoraði þrennu. Ágúst Gylfason vonast til að hann haldi áfram á þessari braut.

„Alveg klárlega, hann þekkir það og byrjaði í dag alveg frábær og hann hefur sjaldan litið eins vel út. Ég var gríðarlega ánægður með hans kraft í leiknum og náttúrulega þrjú mörk sem er frábært. Hann sýndi líka mjög góðan styrk með því að leyfa Sölva að taka vítið. Ég var sáttur með leikinn og mína menn og lögðum allt í þetta, þetta var sigur liðsheildarinnar."

Það vakti athygli að Hákon Rafn var ekki í byrjunarliðinu í dag. Hver var ástæðan á bak við það?

„Hákon á æfingu um daginn fær smá slink á hnéð og var tæpur fyrir leikinn þannig að það er ástæðan."

Viðtal í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner