Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 07. maí 2021 21:22
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Gústi Gylfa: Þetta var sigur liðsheildarinnar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Grótta og Þór mættust í kvöld á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi í leik þar sem heimamenn báru sigur af hólmi 4-3 í skemmtilegum leik.

„Það var bara flugeldasýning hérna fyrir áhorfendur og þá sem voru að horfa á streymið okkar. Þetta var sjö mörk og bara hörkuleikur." voru fyrstu viðbrögð Águsts Gylfasonar þjálfara Gróttu eftir leik kvöldsins.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  3 Þór

„Þetta var kraftaleikur dálítið og við stýrðum þessu til að byrja með en síðan setja Þórsarar glæsilegt aukaspyrnumark á okkur og það setur okkur aðeins útaf laginu en við komum sterkir til baka og þetta var algjör flugeldasýning í seinni hálfleik."

Pétur Theódór Árnason var frábær í liði Gróttu í kvöld og skoraði þrennu. Ágúst Gylfason vonast til að hann haldi áfram á þessari braut.

„Alveg klárlega, hann þekkir það og byrjaði í dag alveg frábær og hann hefur sjaldan litið eins vel út. Ég var gríðarlega ánægður með hans kraft í leiknum og náttúrulega þrjú mörk sem er frábært. Hann sýndi líka mjög góðan styrk með því að leyfa Sölva að taka vítið. Ég var sáttur með leikinn og mína menn og lögðum allt í þetta, þetta var sigur liðsheildarinnar."

Það vakti athygli að Hákon Rafn var ekki í byrjunarliðinu í dag. Hver var ástæðan á bak við það?

„Hákon á æfingu um daginn fær smá slink á hnéð og var tæpur fyrir leikinn þannig að það er ástæðan."

Viðtal í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner