Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
banner
   mán 10. maí 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrsta enska markið í rúm tólf ár
Tomori fagnaði í gær
Tomori fagnaði í gær
Mynd: EPA
Fikayo Tomori skoraði í gær þriðja mark AC Milan í 0-3 útisigri á Juventus í Serie A. Liðin eru í mikilli Meistaradeildarbaráttu og skildi Milan Juventus eftir í 5. sæti deildarinnar með sigrinum í gær.

Tomori varð fyrsti enski leikmaðurinn til að skora fyrir AC Milan síðan David Beckham skoraði beint úr aukaspyrnu gegn Genoa seint í janúar árið 2009. Beckham skoraði tvö mörk í 33 leikjum með Milan .

Tomori er miðvörður og er á láni frá Chelsea á Englandi. AC Milan er sagt vilja fá Tomori alfarið frá Chelsea en það ræðst eftir tímabilið hvar hans framtíð liggur.

Mark Tomori skoraði hann á 82. mínútu. Áður höfðu þeir Brahim Diaz og Ante Rebic skorað fyrir gestina. Mark Beckham má sjá hér að neðan.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner