mán 10. júní 2019 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Giggs: Daniel James þarf að venjast spörkunum
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales og goðsögn hjá Manchester United, segir að lærisveinn sinn hjá landsliðinu og verðandi leikmaður Manchester United, Daniel James, verði að venjast því að vera sparkaður niður.

James er allt nema formsins vegna orðinn leikmaður United og munu Rauðu Djöflarnir borga Swansea fimmtán milljónir punda auk mögulegra þrigggja miljóna punda í ofanálag í aukagreiðslur.

James hafði sig hægan í 2-1 tapi Wales gegn Króatíu á laugardag. Þegar hann var við það að sýna einhver tilþrif voru Króatar mættir og tóku hann niður.

Giggs sagði í viðtali eftir leikinn að þetta væri eitthvað sem James þyrfti að venjast.

„Hann var eyrnarmerktur af varnarmönnum Króata í leiknum og þetta er eitthvað sem hann þarf að venjast," sagði Giggs við Sky Sports News.

„Það er fínt fyrir hann að upplifa þetta núna. Svona verður þetta og svona var þetta þegar ég var að spila."

„Þú verður að nýta þér styrkleika þína. Dan er snöggur og það er það sem hræðir varnarmenn. Hann mun bæta sig og ég er glaður með þróun hans."
Athugasemdir
banner
banner
banner