
Daníel Ingi Jóhannesson varð í gær sá yngsti í sögunni til að skora deildarmark fyrir ÍA.
Daníel var 16 ára og 67 daga gamall þegar hann skoraði sigurmarkið í leik gegn Ægi í Lengjudeildinni í gærkvöldi.
Daníel var 16 ára og 67 daga gamall þegar hann skoraði sigurmarkið í leik gegn Ægi í Lengjudeildinni í gærkvöldi.
Hann bætti þar með 34 ára gamalt met Arnars Gunnlaugssonar, núverandi þjálfara Víkings.
Daniel Ingi er nú bæði orðinn sá yngsti til leika og skora fyrir ÍA.
Daníel, sem er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar aðstoðarlandsliðsþjálfara, og bróðir Ísaks Bergmanns landsliðsmanns, er á leið til Nordsjælland í Danmörku. Hann er gríðarlega efnilegur.
„Þeir eru bestir í heimi í að framleiða unga leikmenn, bestir í að gefa ungum leikmönnum tækifæri. Það var það sem heillaði mig," sagði Daníel í viðtali fyrir stuttu um þá ákvörðun sína að ganga í raðir Nordsjælland en hér fyrir neðan má sjá mark hans frá því í gær.
Daniel Ingi Jóhannesson varð í gær sá yngsti (16 ára og 67 daga gamall) til að skora deildarmark fyrir ÍA og bætti þar með 34 ára gamalt met Arnars Gunnlaugssonar um mánuð.
— ÍATV (@ia_sjonvarp) June 10, 2023
Daniel Ingi er nú bæði orðinn sá yngsti til leika og skora fyrir ÍA.#fotboltinet pic.twitter.com/ppXpZDjdMn
Athugasemdir