lau 10. júní 2023 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmunda Brynja spáir í 8. umferð Bestu deildar kvenna
Guðmunda Brynja hér til vinstri.
Guðmunda Brynja hér til vinstri.
Mynd: HK
Verður Agla María á skotskónum?
Verður Agla María á skotskónum?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ásdís Karen Halldórsdóttir.
Ásdís Karen Halldórsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Kristín Dís Árnadóttir, miðvörður Bröndby í Danmörku, var með tvo rétta þegar hún spáði í sjöundu umferð Bestu deildar kvenna fyrr í þessari viku.

Deildin heldur áfram á morgun en Guðmunda Brynja Óladóttir, sóknarmaður HK, tók það að sér að spá í leiki umferðarinnar sem framundan er.

Þór/KA 1 - 2 Selfoss (16:00 á morgun)
Allt erfitt fyrir liðin að koma á Akureyri. Selfoss er ekki alveg búið að ná taktinum í sumar, en ég held að góð rútuferð norður muni þjappa liðinu saman og ég á ekki von á öðru en að það verði tekin góð spurningakeppni á leiðinni. Þetta verður hörkuleikur sem Selfoss vinnur 2-1 þar sem Eva Lind og Barbára skora fyrir Selfoss og Sandra María fyrir Þór/KA.

ÍBV 0 - 3 Breiðablik (18:00 á mánudag)
Verður þægileg ferð til Eyja fyrir Blikastelpur. Sumarið er komið þannig rigning og vindur mun ekki hafa áhrif á þennan leik. Verður solid 3-0 sigur þar sem Agla María skora tvö og og svo kemur svakalegt mark frá Taylor.

Þróttur R. 2 - 0 Keflavík (19:15 á mánudag)
Þróttur heldur áfram að setja pressu á Val og Breiðablik. Olla er komin í gang og hún mun afgreiða Keflavík með tvennu.

Stjarnan 2 - 1 FH (19:15 á mánudag)
Áhugaverðasti leikur umferðarinnar. Leikur sem Stjarnan verður að vinna til að halda í toppliðin. FH búið að koma þvílíkt á óvart svo það er ekkert gefið í þessum leik. Held að reynsla Stjörnunnar muni skipta miklu máli og þær vinna 2-1 í jöfnum og skemmtilegum leik þar sem Anna María mun skora sigurmarkið á lokamínútunum.

Valur 4 - 0 Tindastóll (19:15 á mánudag)
Valsvélin heldur áfram að rúlla. Alltaf erfitt að koma á Hlíðarenda og það verður engin breyting á því. Ætla að spá 4-0 fyrir Val þar sem Ásdís Karen bætir upp fyrir vítaklúðrið í síðasta leik og skorar tvö, Ísabella Sara kemst á blað fyrir Val og svo klárar Arna Sif þetta með skallamarki.

Fyrri spámenn:
Perry Maclachlan (4 réttir)
Selma Dögg Björgvinsdóttir (3 réttir)
Kristín Dís Árnadóttir (2 réttir)
Sandra Sigurðardóttir (2 réttir)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (1 réttur)
Óskar Smári Haraldsson (1 réttur)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni en deildin er gríðarlega spennandi í ár.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner